Námskeiðið Barnasáttmálinn er opið fyrir alla opinbera starfsmenn


Þetta námskeið gagnast öllum sem vilja læra um réttindi barna og standa vörð um þau. Mannréttindi eru skilgreind og sérstök mannréttindi barna kynnt til sögunnar og í hvaða sögulega samhengi þau urðu til. Kynnt eru merkileg skref sem hafa verið tekin til að börn geti notið réttinda sinna og barnaréttindanálgun útskýrð. Útskýrt er hvernig allar greinar Barnasáttmálans tengjast og fjallað um þær skyldur sem fullorðnir og stjónvöld hafa til þess að börn geti notið réttinda sinna.