Þátttökunámskeið Unicef


Á þessu námskeiði kemur þú til með að læra um réttindi barna til þess að hafa áhrif á öll mál er þau varða og hvernig þú getur stutt við og tryggt merkingarbæra þátttöku þeirra. 

Markmið þessa námskeiðs er að auka þekkingu þína á mannréttindum barna til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku allsstaðar í samfélaginu því við eigum að gera börnum kleift að taka þátt á merkingarbæran hátt og hafa áhrif á öll mál er þau varða hvort sem það er innan fjölskyldunnar, í skólanum, hvar sem er á landinu og bara í heiminum öllum! Þá skiptir máli að þátttaka barna sé merkingarbær en ekki sýndarþátttaka og til þess að útskýra það notumst við við þátttökustiga Roger Hart sem og reglurnar níu sem settar eru fram af Barnaréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. 

Þessi verkfæri; þátttökustiginn og reglurnar 9 hjálpa okkur að skilja betur hvernig Barnasáttmálinn virkar og hjálpa okkur að tryggja merkingarbæra þáttöku.


Skráning