Í þessu námskeiði er farið yfir hvers vegna það er nauðsynlegt að tryggja börnum réttindafræðslu, en bæði lögin og aðalnámskrá gera ráð fyrir því.

Einnig er farið yfir þann dýrmæta ávinning sem af markvissri réttindafræðslu fæst og þá er farið yfir hugmyndir að leiðum til þess að framkvæma réttindafræðslu og gagnlegt efni.