Námskeið um börn á flótta
Þetta námskeið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum á einn eða annan hátt í skólum og tómstundum og er sjónum beint að börnum á flótta.
Markmiðið er að þátttakendur fái innsýn og betri skilning á stöðu barna á flótta, ferðalagi þeirra í gegnum kerfið, þeim áföllum sem þau gætu hafa orðið fyrir, áhrifum þessara áfalla á börnin og hvernig hægt er að styðja við börn í þessari stöðu.
Þetta námskeið er unnið í samstarfi Barna og - fjölskyldustofu, Unicef á Íslandi og Rauða krossins.