Erindi UNICEF á Íslandi, leikskólans Vinagerði og Menntasviðs Háskóla Íslands á menntastefnumóti Reykjavíkurborgar vorið 2024. Hér er farið yfir grunn barnaréttindafræðslu, innleiðingu Barnasáttmálans í leikskóla, hvað hefur gengið vel og helstu áskoranir. Leikskólinn Vinagerði og Háskóli Íslands hafa verið með í því að þróa og móta innleiðingarferli Réttindaskóla fyrir leikskóla. Tilvalið er að horfa á þetta þegar leikskólar eru að hefja innleiðingu Réttindaskóla til þess að læra af reynslu annara.
Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, segir frá því sem UNICEF gerir á Íslandi.
Hér er farið yfir það hvað það þýðir að innleiða Barnasáttmálann í skóla og frístundastarf og farið hratt yfir hvert innleiðingarskref og markmið Réttindaskóla UNICEF. Þetta myndband hentar vel til þess að kynna innleiðinguna og hvað hún felur í sér fyrir kennurum, starfsfólki og foreldrum.
Hvernig tryggjum við merkingarbæra þátttöku barna. Það er gott að styðjast við Lundy líkanið þegar skipuleggja á þátttöku barna til þess að tryggja það að þátttakan sé merkingarbær en ekki sýndar þátttaka. Einnig mælum við með að taka námskeið um þátttökustiga Roger Hart og þátttökureglurnar 9 hér á UNICEF Akademíunni.
Þetta námskeið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum á einn eða annan hátt í skólum og tómstundum og er sjónum beint að börnum á flótta. Markmiðið er að þátttakendur fái innsýn og betri skilning á stöðu barna á flótta, ferðalagi þeirra í gegnum kerfið, þeim áföllum sem þau gætu hafa orðið fyrir, áhrifum þessara áfalla á börnin og hvernig hægt er að styðja við börn í þessari stöðu. Þetta námskeið er unnið í samstarfi Barna og - fjölskyldustofu, Unicef á Íslandi og Rauða krossins.
Í þessu myndbandi fer Marie Wernham, sérfræðingur í réttindum barna, yfir helstu grunnatriði Barnasáttmálans. Hún fjallar um ábyrgðarhlutverk fullorðinna gangvart réttindum barna og skilyrðislaus réttindi barna. Hún dregur fram þátttökugreinar Barnasáttmálans og fjallar um valdeflingu barna þegar þau þekkja réttindi sín. Þetta er upptaka frá erindi Marie á ráðstefnu sem UNICEF hélt árið 2022 um þátttöku barna. Erindið er á ensku.
Réttindafræðsla fyrir börn - ávinningur, leiðir og efni
Námskeið um merkingarbæra þátttöku barna